ég var víst búin að lofa djúsí bloggi fyrir mánudagin.. lofaði frekar hart uppí ermina á mér þar, í sambandi við djúsínessið allavega.. bloggið er hér.
ég fer í próf á miðvikudaginn og síðan aftur næsta þriðjudag,.. er alveg frekar afslöppuð fyrir prófið á miðvikudagin. vona að ég sé ekki að ofmetnast en kennarinn lét okkur fá 14 ritgerðarspurningar og 4 af þeim koma. erum búnar að svara þeim öllum og nú er bara að læra þær.. trúi ekki öðru en ég sé komin með yfir 5í þekkingu nú þegar . Hitt prófið verður allt önnur og leiðinlegri saga sem ég ætla ekki útí hér
trallala Er búin að kaupa flest allar jólagjafirnar .. án þess að fá taugaáfall og grenja í miðri búð, svo framför á því sviði. gef reyndar frekar fáar enda ekki mikið um peninga hér á bæ, bara svona famelían og 3aðrir eitthvað svoleiðis.
var einmitt í bænum á á födtudagin í jólagjafa erindagjörðum, tók síðan strætó heim um 15 mín yfir 4. mjög gáfulegt í ljósi þess að öll þjóðin var að klára vinnu og halda heim eða í bæin, alllavega, ég var sko að pissa á mig þegar ég hljóp uppí strætóin, en tilhugsunin um að þurfað bíða í hálftíma eftir næsta strætó varð - verð að losa mig við hland þörfinni yfirsterkari .. big mistake .. huge ég var 40 mínútur á leiðinni .. og ég er ekki að grínast þegar ég segi að ég var á ákveðnum tímapunkti búin að sætta mig við þá staðreynd að ég væri 24 ára gömul að farað pissa á mig í strætó , búin að fara úr úlpunni og leggja á kjöltu mér til að fela ef ílla færi, ÁN GRÍNS.. Djöfull var þetta óþægilegt.. og að sjá endalausa bílaröð svo langt sem augað eygði..ég hélt ég yrði ekki eldri. Ég þraukaði þó heim, sem ég skil ekki ennþá hvernig mér tókst og Guð minn góður, aldrei á ævinni hef ég upplifað jafn góða tilfinningu og að pisssssssssssssssssssa andleg sem og líkamleg fullnæging . vá en ef þið skilduð halda að ég væri að íkja, þá var ég alsetin útbrotum á bringunni þegar ég kom heim, já ég sver það, andlit mitt og bringa voru flekkótt sem pandabjörn. hveru mikið er hægt að verað pissa á sig spyr ég ??? MJÖG mikið svara ég um hæl !
Annars er ekki mikið að frétta. allavega ekki neitt sem er bloggvænt.
En ég ætlað læra, munið að vera hamingjusöm, þakklát og ánægð með það sem þið hafið eiga jólin ekki að snúast um það ?
love
föstudagur, nóvember 02, 2007
sælar elskurnar mínar þetta er nú auma bloggið sem ég er með. spurning um ara að slútta þessu formlega.. leyfa því að deyja með snefil af reisn .. snefil
hmmmmmm... þð segið það já. ég er í skóla, var ég búin að segja ykkur það? ég er ekki að standa mig sem skildi, alls ekki nógu dugleg að læra heima, virðist bara ekki komast í þennan rómaða lærdómsgír sem ég hef heyrt svo mikið talað um . ég er líka að vinna í frístund í fellaskóla. svo þegar maður er búin í skólanum og svo vinnunni , þá langar manni helst bara að tjilla.. að læra er ekkert sértsaklega ofarlega á dagskránni, ó nei .
en ég verð að reynað taka mig á, ég er að reyna ... .þið sjáið hvað ég er dugleg. ég á að verað gera ritgerð fyrir mánudagin en ákveð í staðin að blogga.. eitthvað sem ég hef ekki gert svo mánuðum skiptir, ætli ég fari ekki að taka til í herberginu mínu á eftir, allt til að sleppa við að læra. og þá er nú botninum náð.
hmmmm.. stefnir er hættur að leigja og fluttur inn, hahaha.. það munar ekki um það. planið er að vera hér fram í febrúar og kaupa síðan einbýlishús í garðabæ . ó já.
en djöfulsins djöfull,ég verð að reynað gera eitthvað, þó það sé ekki nema stara niður á blað þangatil ég ákveð að farað þvo á mér hárið
love u
miðvikudagur, september 26, 2007
Ég er á lífi ég er að skíta á mig í skólanum ég er að leita mér að vinnu ég sakna fólks ég er skotin ég er mislind
föstudagur, ágúst 24, 2007
Halló halló ástarenglabossalíusarnir mínir eitthvað stress ? ha stelpur ? hahahahaha ég elska ykkur
sko, talvan heima er biluð sem gerir mér andskotanum erfiðara fyrir að blogga, sjáiði til
hmm.. annars er ég núna búin að vera í viku fríi og á aðra viku eftir áður en skólinn byrjar .. ég er by the way að skíta á mig úr stressi við tilhugsunina að byrja, en fokk it. ég hlít að lifa þetta, heilalausara lið en ég hefur útskrifast úr háskóla.. ég er alveg viss um það ... það bara hlítur að vera .. ha ? hmmmmmmm
annars er ég bara að luva lífið þessa dagana,,, yndislegt frí, gott fólk , gott tjill, góð tónlist , góðar bíómyndir, sætur strákur, áfengi og eiturlyf.. allt sem ég þarf :)
það eina sem varpar skugga á er fjarvera hrefnu minnar og sigz.. ég sakna ykkar mikið stelpur mínar ég var að segja frá ykkur í gær og vöknaði bara heví um augun .. ég ætlað reynað koma til ykkar í sept eða okt.. get ekki beðið hrefns, viltu kyssa frænku frá mér og sýna henni myndir og eitthvað shitt .. þú verður man
biggi litli er líka farinn..það eru bara allir að yfirgefa mig ;( biggi, ef þú lest þetta, lufsastu til að senda mér e mail og nýja no þitt og eitthvað .
annars ætla ég að beila á þessum skít og farað njótast andlega með mömmu minni fyrir framan sjónvarpið .. hef ekki tjillað með gömlu konunni svo vikum skiptir
verið nú dugleg að kommenta hahahahaha later
fimmtudagur, júlí 26, 2007
Nú er ég 2 búin að vera spurð af krakka hvort ég sé mamma gellunnar sem ég er að vinna með
HÚN ER 19 ÁRA
föstudagur, júlí 13, 2007
Djöfull er ég að standa mig ílla í bloggbransanum.. en þið vitið hvernig þetta er á sumrin, tímin líður helmingi hraðara en á veturnar og einhvernvegin virðist maður alltaf geta fundið sér eitthvað til dundus í góða veðrinu .. mæli þá sterklega með bjór á austurvelli :)
en það er sko ekki það að ég hafi ekkert að segja.. ó nei. Fótboltaliðið í keflavík og dómsdólar íslands eru siðblindni vikunnar.. nei ekki vikunnar.. ársins.
fávitarnir sem skemmdu 5 kofa á smíðavöllum í gærkveldi eru fífl mánaðarins.
fyrir utan þessa hnökra er ég klikkað sátt með lífið .. ótrúlegt en satt . finn mér auðvitað alltaf eitthvað inná milli til að vera þunglynd yfir í smá tíma, en það er í undanhaldi miðað við aldur og fyrri störf
hafið það gott elskurnar .. ætlað næra mig áður en hádegishléð er búið.. ekki má maður missa nokkur grömm.. nei andskotin
lífið er gott later
miðvikudagur, júní 27, 2007
hahahahahahaha ég get perónulega ekki horft á þetta til enda. en ég get ímyndað mér að "venjulegt" fólk gæti hafr gaman að þessu vandræðalegasta shitti í heimi