Image Hosted by ImageShack.us
Sendu mér póst
• Settu mig á msn
Aðdáendabókin


Blogg sem ég les

Árni Long
Binni
Bragi
Dabbi Vals
Dóra Gígja
Elvar
Finnur
Guðjón
Guðni
Gummi
Gunni
Hildur
Hrefna
Heiða Gleiða
Höddi
Haukur
Jóna Magga
Jan
Jóhannes
Lára
Lilja
María
Nadia
Oddur
Óskar Finnur
Óli
Ragnmundur
Súsanna
Sigga
Sævar
Tinna
Viktor
Valur


Myndir

Myndirnar mínar!
Fleiri myndir...
Áramót!


Eldri gullmolar

júlí 2003
september 2003
október 2003
nóvember 2003
desember 2003
janúar 2004
febrúar 2004
mars 2004
apríl 2004
maí 2004
júní 2004
júlí 2004
ágúst 2004
september 2004
október 2004
nóvember 2004
desember 2004
janúar 2005
febrúar 2005
mars 2005
apríl 2005
maí 2005
júní 2005
júlí 2005
ágúst 2005
september 2005
október 2005
nóvember 2005
desember 2005
janúar 2006
febrúar 2006
mars 2006
apríl 2006
maí 2006
júní 2006
júlí 2006
ágúst 2006
september 2006
október 2006
nóvember 2006
desember 2006
janúar 2007
febrúar 2007
mars 2007
apríl 2007
maí 2007
júní 2007
júlí 2007
ágúst 2007
september 2007
nóvember 2007
desember 2007


Eyrnakonfekt

Silverchair
Mars Volta
Coral
bob
Lokbrá
Isidor
Hölt Hóra
Sigur Rós
Anthony and the Johnsons
Placebo
Led Zeppelin
Pink Floyd
Jimi Hendrix
Jeff Buckley



Hlekkir

hugi.is
rokk.is
blogger.com
hotmail.com
myspace



Vinsældir



Útlit síðunnar

Image Hosted by ImageShack.us

þriðjudagur, maí 31, 2005


Þetta er fyrir þig Sigrún Lára geðveiki Sawyer aðdáandi..
hefði aldrei trúað því að það væri til jafn sjúkt fólk einsog þú.. en vitir menn..
hahaha.. eða var það kannski þú sem samdir þetta ? nei andskotin Sigrún..

Annars er ég búin að finna 2 karlmenn sem ég verð að koma inní "karlmenn sem ég þarf að kynnast nánar áður en ég giftist Daniel Johns " planið mitt..
það er semsagt Ian í survivor.. sá maður er notla alltof mikið krútt fyrir þetta líf..

og alltof góður fyrir svona skíta stinga í bakið við erum öll hræsnarar þátt..
hann ætti meira heima í freyðibaði hlustandi á Sigur rós með mér..


og hinn er hann Tim í the office.. maðurin er svo fyndin og kaldhæðin og pirraður að annað eins hefur ekki sést .. og sexý, ekki gleyma því . ég væri til í einsog 3 til 9 mánaða ævintýri með þeim manni.. ó já ó já.


annars reif ég upp fífil um dagin, ekki í neinum tilgangi. og ég fékk geðveikt samviskubit.. án gríns. ég hélt á lífvana fíflinum og hafði ekkert við hann að gera og fékk þvílíkan móral yfir að hafa drepið greyið.. var meira að segja að spá í að reynað gróðursetja hann aftur, en sá samt að það var frekar tilgangslaust...

spurning hvort maður sé að missa vitið ?!


later





sunnudagur, maí 29, 2005


Sæl veriði ..

ég og Inga þurfum að vera fluttar út 1 ágúst..
rauðagerðis verður sárt saknað.. þar sem þetta var mitt annað heimili í langan tíma áður en það varð síðan mitt aðalheimili fyrir ekki svo löngu síðan .
Fólkið sem á húsið og býr fyrir ofan okkur er að farað gera það upp.. setja nýtt parket, mála og guð má vita hvað. Þannig geta þau síðan hækkað leiguna uppí 100 þúsund.. og buðu okkur það. en ég er annsi hrædd um að það sé heldur mikið fyrir okkur tvær..


svo nú er bara þrennt í stöðunni 1. ágúst.
flytja heim til mor und far og halda áfram að reynað safna pening
leigja í beiðholti
leigja í 101
ekkert annað sem kemur til greina..

annars er núna bara málið að njóta þá sumarsins í botn...
gera gott úr aðstæðum...
því einhverstaðar heyrði ég að sumarið sé tímin og hef ég hugsað mér að sannreyna þá kenningu komandi sumar ...


Dimma er búin að eignast 2 litla ótrúlega fallega kettlinga ..
enda lausgirt með eindæmum einsog mæður hennar..
svo nú eru kettirnir á heimilinu ornir 5 sem er notla ekki að gera sig.
ég ætlaði ekki að verða orðin geðveika kattarkonan 22 ára ..
hafði meira svona hugsað mér að verða heldur eldi þegar ég fer að sinna því hlutverki ..
svo okkur vantar bráðlega að losna við þá okkur langar nefnilega innilega ekki að lóa þeim en það er bara ekki séns að hafa 5 ketti.. þeir myndu éta upp peningana okkar.. og svo trúlega á endanum okkur líka.
svo ef þig langar í fallegan kött eftir 6 vikur eða þekkir einhvern sem gæti haft áhuga endilega láttu mig vita og þú getur komið og skoðað þá.


ég lenti í þvílíkum leigubílsstjóra á föstudagin..
ég meikaði ekki bæin lengur svo ég tók ein bíl heim.
hurðirnar afturí voru læstar (hmmm.. óvart?! .. maður spyr sig )
svo ég þurfti að sitja framí hjá gaurnum..
hann talaði síðan ekki um annað en gatið í tungunni á mér og hvernig það nýttist mér í einkalífinu.. förum ekki nánar úti þær spurningar ..
síðan reyndi hann að komast aðþví hvort ég væri með göt annarstaðar og talaði heillengi um sníplokka og hvað það gæti gert fyrir mig og göt í geirvörtum og eitthvað..
þetta var aðeins of mikið fyrir mig.. heldur perralegt.
en ég komst heil heim.. svo það erþ að eina sem skiptir máli.

ég var svo þunn í allan gærdagin að ég hélt að ég myndi deyja..
mér líkar ekki þessi þynnku þróun í lífi mínu , ég er farin að vera þunn grunsamlega oft. kann ekki að meta það.
það var síðan ekki fyrr en um 7 leitið sem ég loksins ældi og leið mér þá skömmini skárra.

spá í að leigja bara vidjó um næstu helgi, einhver með ?
ég þarf virkilega að farað finna mér fleiri vinir.. allir vinir mínir eru svo miklir rónar að þeir munu bara gera gys af mér ef ég nefni þetta plan .. gys segi ég .. já gys.

en jæja..
ég ætla að farað rölta með ásdísi heim til sín (stelpan sem ég er með í liðveislu) stundin okkar var að klárast svo mér er ekki til setunar boðið.

later bitches

e.s. nú fer bráðum að líða að fyrstu Hafandi æfingunni, Gunnar er búin að semja okkar fyrsta lag svo okkur er ekkert að vanbúnaði.
ég er spennt sem barn á jólum.. en einnig stressuð sem barn sem er að fara eitt í fyrsta skiptið í flugvél til akureyrar að hitta ömmu og afa.
en ég læt ykkur vita hvernig þetta fer allt saman ..

pís át





föstudagur, maí 27, 2005


Sigrún var tjúlluð á vélinni 21. mai síðastliðin.
ef þið viljið tékka á afrakstrinum og sjá myndir af afar fallegu fólki..

og síðan mér.

þá geturu það elsku rassgatið mitt hér


annars vill ég bara bjóða helgina velkomna inní líf mitt
og bara okkar allra ..

helgi ..
ég elska þig .


ég er orðin alltof brún
og alltof ljóshærð eitthvað
og með alltof blá augu..

ég er ekki frá því að ég sé að svíkja lit.

kannski er svart hár og linsur bara málið..
maður verður að reprisenta sjáiði til ..
þessi útgangur er bara einfaldlega ekki að gera sig
ó nei ó nei

farin að gera uppbyggilega hluti...

pís át





miðvikudagur, maí 25, 2005


Hæhó gott fólk nær und fjær...

Þá er maður bara orðin 22 ára miðaldra kvensnift með sígin brjóst og lafandi skapabarma... össsss

hehehehe


það kíktu þó nokkrir á mig á laugardagin, þó svo að ekki hafi verið um formlegt afmælispartý að ræða.. og þótti mér vænt um það .
fékk ég meira að segja mikið af fallegum gjöfum..

má þá helst nefna
dvd spilara
skó
the office seríu 1 und 2 dvd
puntudót til að gera mig minna ljóta
tai buxur & bol
brazza
og svo mætti lengi telja ..

nei reyndar ekki..
held að þetta sé þá nokkurnvegin komið bara
hahaha

svo ég er mjög mjög sátt...
takk fyrir mig gott fólk.. luve u beibís :)

fórum síðan í bæin þar sem gleðin hélt áfram .
Sigrún tók handfylli af myndum þetta örlagaríka kvöld og er búin að lofa að henda þeim hér inn fljótlega.. jeeii

og talandi um sigrúnu:


hún á afmæli í dag
hún á afmæli í dag
hún á afmæli hún sigga litla systir mín
hún á afmæli í dag

húrra húrra hhhhúúúúúrrrrrraaaaaaaa....

í tilefni þess munu við hittast í kvöld, vel valin hópur mannfræðinga, öldunga og vitleysinga og drekka te og ræða um heimsmálin..
Sigrún er víst nefnilega búin að baka og ég veit ekki hvað og hvað..
blessuð konan ..

síðan á föstudagin er begga mín að útskrifast.. þessi elska.
óska notla henni til hamingju með það ..
og öllum sem eru að farað útskrifast
hödda, Þránni, guðna og bara ykkur öllum.
Þið eruð öll sigurvegarar ..
hehe.. vangefið dramatískt.. vantar bara bandaríska þjóðsöngin og aðalgaurin í oc.. þá væri þetta fullkomið.


Ég og sigrún horfðum á 4 þætti í lost í gær.. 14, 15 16 og 17
og það er bara allt að gerast .. allt segi ég .
ég var reyndar orðin skíthærdd á tímabili ..
en það er bara betra.
ekkert smá góðir þættir..

annars hafa dagar mínir síðan ég náði þeim tilgangslausa aldri 22 ára
að mestu farið í bjórdrykkju með vinum og vandamönnum.

vissuði það að það er búið að opna big ben aftur ???
föllum á kné og lofum drottin...
þetta heitir reyndar ekki big ben ennþá, veit ekki einsinni hvað það heitir
og það eru komnir nýjir eigendur..
en fílingurin er sá sami, lítið búið að breyta og kallin sem á þetta virkar næs.. gæti alveg séð fyrir mér að við gætum orðið vinir.

hann er allavega byrjaður að kalla mig eskan svo ég er á góðri leið.

en ég ætla að kalla þetta gott..

seeja beibís

e.s. ég fór með gunnari í gær, kíktum meðal annars í sputnik og þar kostaði allt milljón.
þunnar peysur á 6700...
hvað halda þeir eiginlega að við séum
hér eftir verður það aðeins kolaportið og rauðakross búðin sem bliva..
og kannski spútnik á útsöludögum.. en ekki meira en það.


fussumsvei

later





laugardagur, maí 21, 2005


Ég á afmæli í dag
ég á afmæli í dag
ég á afmæli já, hún Toby
ég á afmæli í dag ..


húrra húrra hhhhhhhúúúrrrrrraaaaaa......

22 ára takk fyrir góðan dagin.

einu ári nær dauðanum !!! hehe


annars fór ég á útgáfutónleika Lokbrá í gær..
það var ótrúlega gaman .
ég fékk bara hroll og gæsahúð og tár í augun og dansfiðring í fæturnar og ég veit ekki hvað og hvað..

allt á sama tíma. !!
takk for mæ :)

en jæja.. ég og Gunnar eigum víst að farað bera sjónvarpið milli hæða þar sem hálf ættin er að koma yfir í kvöld og borða pízzu og horfá júrovisjón.
ég hafði hugsað mér að borða pízzuna en eftir það mun ég forða mér..
kæri mig ekki um að sjá hverja nöktu konuna á fætur annari senda mér fingurin í beinni ..

ónei ó nei

drykkja í kvöld ?
ja .. maður spyr sig

Tobba..
22 ára samkvæmt nýjustu tölum..
kveður





föstudagur, maí 20, 2005


Djöfulsins rugl og vitleysa
er evrópa orðin vitskert ég bara spyr?!
ég er samt ekki að halda því fram að okkar framlag hafi verið fullkomið..
gallalaust tákn um undraheima tónlistarinnar. nee.. kannski ekki.

En við skulum samt sem áður alveg róa okkur í því að lið ensog moldavía og makedonia komust áfram.. einmitt.

ég feldi tár .. ég verð að viðurkenna það.
kom víst fólki ekki á óvart ..
svona er þetta, þegar maður grenjar yfir kódak auglýsingum þá er manni ekki viðbjargandi.

plan 100 þúsund íslendinga farið útum þúfur..
hver nennir að horfá júrovísjón þegar við erum ekki með .
engin..
allavega ekki ég, svo mikið er víst .

vona bara að danir og norðmenn nái að halda heiðri okkar norðurlandanna uppi.

annars segir mamma að hún hafi aldrei þurft að skamma mig þegar ég var lítil, það var alltaf bara nóg að horfa reiðilega á mig og þá fór ég bara að væla..
hahahaha.. og ekki hefur það mikið breyst.


og annað..
hvað í fjandanum er verið að reynað sýna framá með fokking fanta auglýsingunum?
er þetta lélegt grín ?
drekkum fanta verum bamboocha (eða hvernig sem þetta er)
halda þeir að við séum algjör fífl.
baboocha er einsog að borða lífið með stórri skeið .
akkurat..
bamboocha er einsog að borða rassgatið á mér með skeið..

ég ímynda mér oft fundin sem svona hugmyndir koma uppá.


maður 1: hei, ég er með frábæra hugmynd, hvernig væri að við segðum að fanta væri einsog eitthvað orð sem er ekki til
maður 2: já það væri frábært.
1: mér datt í hug bambooka.
2: já það er ágætt.. samt ekki alveg nógu ketsjí
1:hvað með bamboocha?
2: heyrðu, það hljómar vel
1:haha.. þetta verður hittari. drekkum fanta verum bamboocha.
2:gallalaust

ef ég fengi eina ósk þá vildi ég vera fluga á vegg í þessum samræðum

nei, reyndar ef ég fengi eina ósk þá myndi ég óska mér óteljandi óska..
og alltaf fæ ég diss fyirr það..
en kommon, það er alveg rökrétt..
hvaða andi er að farað segja .. nei maður, þú færð bara eina ósk ekkert rugl.
engin.. andar eru tignarlegir og cool.. og því krefst ég óteljandi óska.


en okei, ef ske kynni að hann væri miðaldra kynsvelltur andi með andlega erfiðleika myndi ég óska mér að allir í heiminum myndu öðlast góða samvisku . er það ekki nokkuð seif uppá á að fólk hætti að drepa hvort annað og haga sér einsog fífl ?

maður verður að hugsa útí þetta..
annars mun maður líta út einsog fífl loksins þegar andin síðan lætur á sér kræla.

ég hefði líka verið til í að vera á fundinum þar sem slagorð tuc kexins var fundið út.

1: hvaða hugsanlega ástæða gæti verið fyrir því að fólk ætti að borða tuc
2:mmm.. ég veit það ekki. mér finnst það ekkert spes sko
1:ansans
2:hei, ég er með hugmynd , hvað eru eiginlega mörg göt á hverju kexi ?
1:1234........................................................................... 24
2:24 ástæður til að borða tuc.
1:þetta getur ekki klikkað

hahaha
rugl og vitleysa..
var það ekki annars 24 ?
skiptir ekki öllu máli


stelpurnar í vinnuni bjuggu til kórónu fyrir mig í vinnuni í dag
22ára tobbulíus stóð á henni og hún var ofhlaðin af glimmeri .
þar sem ég hef víst óeðlilega ástúð á glimmeri er mér sagt.

þær prentuðu líka út mynd af mér þar sem ég held um hausin á mér í örvæntingu og krakkarnir eitthvað að kássast utan í mér.
fyrir neðan stóð


Laugardagin 21 mai
á þessi þreytta kona 22 ára afmæli.
Við óskum henni til hamingju á þessum tímamótum.
Allir á seljakoti.

þær hengdu hana síðan upp þar sem foreldrarnir labba inn..
ég sá hana sjálf ekki fyrr en löngu síðar.

hehe..
ömurleg mynd af mér. en ótrúlega krúttlegt af þeim fannst mér engu að síður..
mér bara nánast vöknaði um augun segi ég..
já, vöknaði um augun .

en jæja..
ég ætla að farað sinna móður minni .


mugison á nasa í kvöld og Lokbrá tónleikar á þjóðleikhúskjallaranum, húsið opnar 23 og eru þetta útgáfutónleikar hjá þessum elskum. 1000 kall inn.. nema notla fyrir merkilegt fólk einsog mig sem er á gestalista..
æ þessar elskur. Hlakka til
er spennt sem barn á áramótum..
samt ekki lítið barn.
meira kannski svona unglingur sem er að fara í sitt fyrsta áramótapartý með bjór. ..

til stelpunnar sem hann er skotinn í

later





sunnudagur, maí 15, 2005


Sæl veriði ..

Hvað segiði þá ?

Var að koma úr fermingu, það var sossum ágætt. Held samt að ég kynni mun betur að meta svona þvingaðar aðstæður einsog fermingarveislur þar sem fæstir þekkja þann í sætinu við hliðiná þér.. ef ég væri kökumanneskja. ég fíla nefnilega ekki kökur og því get ég ekki bara sitið og hakkað í mig...

ólíkt t.d. Ingu sem myndi drepa mig án umhugsunar fyrir súkkulaðiköku.. og myndi ábyggilega pluma sig vel í hvaða fermingu sem er svo lengi sem kökur væru í boði.

kannski að ég ætti bara að senda hana i staðin fyrir mig í fermingar framtíðarinnar.. það væri pínu fyndið.

hún gæti haldið ræður og svona og byrjar alltaf á
"ég er komin hérna fyrir hönd hennar Þorbjargar"

ég ætla að nefna þetta við hana í kvöld .


annars komst ég aðþví í gær að matarvenjur mínar samanstanda af 3 megin réttum..

núðlur
brauð
bjór..

allt viðbjóðslega óhollt og fitandi ..
ég sver það að ef ég myndi ekki borða neitt aðþessu þá væri ég 35 kíló.
sem væri kannski heldur mikið aðþví góða.. en þá gæti ég allavega einbeitt mér aðþví í nánustu framtíð að borða bara það sem væri óhollt og gott.

mmm.. það væri yndislegt .


ég get samt bara ekki hætt að borða þetta .. og ekki hætti ég að drekka bjór.. þó svo að hann sé á góðri leið með að rústa heilsu minni.

hékk heima í allan gærdag uppí sófa með æluna uppí hálsi . Hræðilegt sjálfskapar víti,sem gerir þynnku svo miklu verri en almenn veikindi..
það er allavega ekki mér að kenna þegar ég er lasin .. en þynnkan er algjörlega á mínu valdi..

en það er kannski ekki við öðru að búast þegar maður drekkur 7 tegundir af áfengi sama kvöldið.. verandi vitleysingurin sem ég er.

Hrefna mín átti semsagt afmæli á föstudagin og svo var kíkt í bæin .
Hrefna mín eyddi líka um 4 tímum í hárið á mér á fimmtudagin til að reyna að lýsa það..

sumarlúkkið sjáiði til.
enda elska ég þessa ungu konu afar mikið :)


Jæja....
Top model bara búin.
afar óspennandi þáttaröð þar sem ég vissi hver vann næstum allan tíman.
fyrir utan það hvað keppendurnir voru allir þroskaheftir. Ég hef nú fylgst með öllum þrem þáttaröðunum og verð ég að segja að þessi var arfaslöpp miðað við hinar

fyrir utan það að gellurnar voru bara allar með tölu tussur
Eva var notla bara yfir tussan
Yaja var hrokafull tussa
Amanda notla bara þroskaheft tussa
og Ann andlega vanheil tussa.

ekkert fútt í þessu.
þá kýs ég nú frekar
Adrien
shandi eða Yoanna. Það voru sko almennilegar píur..

afhverju byrjaði ég annars að tala um top model??
hmm
maður hlítur að spurja sig..


annars var ég gagnrýnd herfilega um helgina fyrir að banna ákveðnum manni að byrsta (er það í alvöru skrifað svona.. ?) sig við mig.
og síðan segja honum að hætta að gera gys af mér þegar hann var að segja strákunum frá mér..

svona atvik komu upp nokkuð oft um helgina.
spurning um hvort maður sé pínu að missa kúlið. hmm..
kannski að ég ætti að fara á eitthvað svoan námskeið til að tala hipp og kúl...
eitthvað svona .. wazzup in the mother fokking hás of pein ..
væri ég þá kúl ?
en svona er þetta þegar maður eririn svona gamall.. maður hættir að fygjast með tískunni og hangir bara heima prjónandi allan dagin


En ég á semsagt afmæli næsta laugardag,,
sem hefur vafalaust ekki farið framhjá neinum,. enda er engum leyfilegt að gleyma þessum merkisdegi

blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en djúsí gjafir og peningar eru afar vel þakkaðar.
Og ekki líða ílla með að gefa mér eitthvað þó þú kannski þekkir mig ekkert rosalega vel.. jafnvel þótt þú hafir aldrei séð mig og lest kannski bara bloggið þér til dægrastyttingar. Ég dæmi nefnilega engan ..
og skil þörfina til að gefa mér gjöf..
so feel free my friend.. eða ekki vinur, skiptir ekki máli. ..
það eina sem skiptir máli er að þú gefir mér eitthvað.

hahaha...


en Jæja.. ég ætla að farað koma mér í gerði tengt við rauðan lit.
ég, Sigrún og Inga og hugsanlega einhverjir fleiri höfðum hugsað okkur að fá okkur bjór og með því í kvöld.. og kíkja á einsog eina tónleika.

Ég elska þá staðreynd að ég sé í fríi á morgun.
úje

later





þriðjudagur, maí 10, 2005




ég og Inga vorum að horfa á Jay leno í gær og þátturinn endaði á svalasta tónlistaratriði sem ég hef séð í langan tíma í Leno.. hefði aldrei haldið að hann mundi bjóða uppá svona atriði í þættinum .. en vitir menn.
Ánægð með hann

kannski ekki besta lag í heim , en textin hreint yndislegur.

tékkið endilega á því hér.


Ég og Ingvar horfðum á happiness á sunnudagskvöldið...
ingvar var búin að sjá hana .. ekki ég
ingvar sofnaði yfir henni ... svo sannarlega ekki ég.
vá hvað þetta er fokkt mynd.. mér leið eiginlega ílla þegar ég horfði á hana.. samt myndi ég aldrei geta sagt að mér finnist hún léleg.

mæli með henni fyir fólk með harða og siðblinda skel einsog Ingvar . :)


annars er Sigrún komin í bæin og verður hér næstu 8 mánuðina, og því kætist ég sem barn á jólum.





sunnudagur, maí 08, 2005


Jæja þá er það orðið opinbert :


Það sem okkur öllum hefur kviðið fyrir ..


eða allavega mér.


dadarara..
Líkami minn er hættur að meika áfengi.

ég drekk 3 bjóra og þá líður mér einsog það séu 7 múrsteinar í maganum á mér og mér verður bara flögurt og ég veit ekki hvað og hvað .

what is a girl to do ?

Ég er bara 22 ára for the love of god, er það ekki aðeins of ungt til að setjast í helgan stein og spila áhættuspilið við ættingjana um helgar ?



annars gæti ég borðað harðfisk og kartöflumús alla daga ... allan ársins hring.

ég hef ekki rass að segja.. svo ég er farin .
later bitches





föstudagur, maí 06, 2005


Trallala..

helgin er komin. til hamingju með það :)

reyndar eru 99 % af öllum sem ég þekki í prófum, svo þetta gæti orðið soldið prump. en helgi engu að síður gott fólk.. helgi engu að síður.


Inga litaði á mér hárið í gær með litnum sem alltaf er verið að auglýsa í sjónvarpinu.. slagorðið er eitthvað 1 2 3 and go, fljótlegt og þægilegt og maður á að gera þetta sjálfur..
ég er hér til að breiða út boðskapin.. ekki láta blegkkjast. það er í fyrsta lagi ekki séns að gera þetta sjálfur og í öðru lagi erum við að tala um að þetta blessaða ferli tekur 3 tíma eða eitthvað. við vorum ornar hálf hauslausar af eiturgufum þegar þetta var loksins afstaðið ..


haha.. en það var notla bara bónus.


Hárið er dökkt með appeslínugulum strípum. sem Inga kýs reyndar að kalla kopar en er í raun appelsínugulara en appelsína....
sem er appelsínugul.


en ég treysti tískurráðgjafa mínum og því mun ég bera mitt appeslínugula höfuð hátt í náinni framtíð.


hmmm... ..
búið að vera tjill í vinnuni , skoðuðum einn leikskóla á miðvikudagin, frí í gær og svo einn leikskóli í morgun. það sem þessir báðir leikskólar áttu sameiginlegt var að það voru rugl fæn gaurar að vinna á þeim báðum.
Það er eitthvað við barngóðan foxý dreng sem ekki er hægt að lýsa..
svo hver veit nema ég fari að ráða mig í vinnu á einhverjum öðrum leikskóla.. ég meina, það er ekkert vit að vera að festa sig svona í sessi ekki nema 22 ára gömul.. ha , andskotin. gefa öðrum skólum séns.. hahaha

annars fórum við inga að sofa um 4 og ég þurfti að vakna 20 mín yfir 7 svo ég er að spá í að leggjast aðeins uppí mömmu ból.. enda er það langbesta bólið í bænum.

góða helgi .

e.s. mig langar að skrifa bók





þriðjudagur, maí 03, 2005


Heilt og sælt kæra fólk

tölvan er alltaf með einhverja stæla þegar mig langar í hana...
byrjaði klukkan 14 að reyna og nú er klukkan 18. hmmm...



já, jemin, helgin var í ruglinu.
Fór í afmæli til Gubba á föstudagskvöldið sem var mjög gaman.
fór síðan að einhverjum ástæðum ekki heim með flestum heldur ákvað að vera lengur í bænum þrátt fyrir þá staðreynd að ég þurfti að taka strætó í vinnuna klukkan 10.
allavega, ég var í bænum til 8 eða 9 og vaknaði síðan við það klukkan hálf 11 að símin hringdi og mér tjáð að ég væri orðin of sein í vinnuna. það var með eindæmum óþægilegt samtal..
allavega, mér tókst síðan að klæða mig og hlaupa útí strætó..
og var mætt rétt fyrir 11. Það fyrsta sem er sagt við mig þegar ég mæti er : tobba það er sjúkleg áfengislykt af þér og augun glær, þú verður að fá þér eitthvað að borða. Svo ég hakkaði í mig verkjatöflur og tekex og agúrku til að losna við lyktina og reyndi síðan eitthvað að mingla við foreldrana sem var einkar erfitt sökum þess að ég var á einhverju fáránlegu stigi á milli þess að vera full og þreytt... og einsog þið öll vitið missi ég mikilvægan mátt þegar ég er á öðruhvoru þessarar stiga.. en það er mátturin til að mynda setningar.


einsog Gunnar hefur nú oftar en ekki nefnt við mig.. og aðrir reyndar líka. svo það gerði þennan "skemmtilega" dag með foreldrum og börnum frekar áhugaverðan.


klukkan 6 tók og síðan strætó heim á leið og vitir menn, ég var ekki búin að stíga nema 3 skref frá strætóinum þegar ég ældi úr mér öllum mikilvægum líffærum.. það var heldur óskemmtileg rynsla get ég sagt ykkur. allavega, ég náði síðan að staulast heim við íllan leik og lagðist uppí sófa og titraði þar þangatil ég sofnaði svefninum langa.

og missti þar með af staffa djamminu um kvöldið þar sem grill matur var borin á borð og síðan fór unga fólkið í bæin.. ég var ótrúlega svekt yfir að missa af þessu enda búið að vera á planinu í margar vikur að skemmta okkur saman.. en svona er þetta. ekki bætti heldur að hrafnhildur litla sem ég er að vinna með hringdi 674 í mig til að reyna að fá mig..
en ég bara meikaði það ekki...
lág bara ofandandi og titrandi í sófanum og ákvað að það yrði því miður mitt hlutverk kvöldsins.

skemmtilegt laugardagskvöls semsagt .. hmmmm :(


ÉG fór til spákonu:
hún sagði eftirfarandi

(með mínum orðum samtsem áður.. þið getið ekki ætlast til að ég muni allt :)

- Þú ert oftast hress og reynir að vera í góðu skapi. og dregur fólk með þér í alls konar hressandi hluti.

- Þó að þú sökkvir þér í þunglyndi er oftast auðvelt að ná þér uppúr því .

- þú ert að spá í námi en veist ekki ennþá hvað þú ætlar að læra.

-þú átt aldrei pening

-Þú býrð með vinkonu þinni .

-Þér finnst gaman að skemmta þér , og trúlega eitthvað fólk sem finnst þar koma við sögu of mikil drykkja, en ég þarf ekki að hafa áhyggjur af því aðþví að ég veit að það er í lagi.

-Það er mikil af öfund í kringum mig, semsagt fólk að tala ílla um mig, en ég á ekki að taka mark á því enda er þetat fólk bara öfundsjúkt.

-þú átt eftir að fara 2 út í sumar

- ág á mér leyndan aðdáandi . sem ég er víst búin að (einsog hún orðaði svo smekklega ) smakka á.
(ojjj... ég hélt að ég myndi deyja þegar hún sagði þetta.. smakka á.
og svo sagði hún þetta aftur og aftur..: jú jú , þú ert búin að smakka á honum, jú jú alveg örugglega búin að smakka á drengnum.. ég hélt að ég myndi æla á mig eða deyja úr hlátri)
allavega,.. já, þessi aðdáandi á víst eitthvað að koma útúr skelinni í sumar .. hélt hún .


hmmm.. held að það hafi ekki verið neitt meira.
frekar ómerkilegt ekki satt?
held að margir væru líka ósammála henni í sambandi við hressleikan. allavega bróðir minn . hahahaha

en ef ske kynni .
þá vil ég benda þeim tilmælum til míns leynda aðdáanda bara að koma útúr skelini .. það er miklu betra að vera aðdáandi en leyndur aðdáandi og til ykkar sem eruð að tala ílla um mig, ... hmmm..
fokkið ykkur.

takk fyrir

en ég var ekki nógu ánægð með þetta svo ég og matthea sem er að vinna með mér pöntuðum okkur tíma hjá miðli í næstu viku.. svo það verður spennandi.

annars fara næstu dagar á leikskólanum bara í að skoða aðra leikskóla.. sem ætti að verða tjill.. ef guð lofar .


fór á 9 songs í gær.. get ekki alveg ákveðið mig hvort mér finnst hún góð eða slæm . þetta á notla að vera voða rómantísk mynd og klámið á ekki að skipta höfuð máli . en mér finnst bara myndin ekki ganga alveg upp.. aðþví að til að þetta virkaði sem ástarsaga hefðum við þurft að kynnast karakterunum miklu betur og virkilega trúa því að þau væru ástfangin. Þeim tókst samt ekki að sýna það .. og því varð myndin í rauninni bara einsog klámmynd.. með nokkrum ágætis tónleikaferðum og eiturlyfjaneyslu inná milli til að brjóta myndina upp.

ég mundi samt ekki ganga svo langt að segja að hún sé léleg ..
hún var ágæt.. en hefði bara getað orðið svo miklu miklu betri með aðeins trúverðuglegri persónum og sambandi . og aðeins minna lélegri leikonu í aðalhlutverk . en ótrúlega flott tólist og lýsing í myndinni engu að síður..

ég þurfti að klæða mig úr ullapeysunni á miðri mynd.. held að það hafi verið það perralegasta sem ég hef gert um ævina. enda algjör þögn og engin tónlist í myndinni á þeim tímapunkti .(og reyndar mjög oft í myndinni )bara búkhljóð þessa ágæta pars.. frekar þvingandi . engin þorði að anda í salnum og hreyfingar voru ekki vel liðnar. hvað þá hreyfingar sem fela í sér minnkun fata.

en guð minn almáttugur hvað ég er búin að skrifa mikið ..
ef þetta þurkast út þá munið þið lesa um sturlun mína í mogganum á morgun.
veit ekki alveg hvernig hún mun brjótast út.. en án efa mun hrífa, laukur, skór og kaðall koma við sögu.


bæó

e.s. þegar ég var lítil þá langaði mig alltaf að vita hvar þessi kyrrþei væri eiginlega sem verið var að jarða allt þetta fólk á.
hélt að þetta væri bara sér eyja full af gröfum.

ég spurði líka mömmu einusinni hvort hún þyrfti að borga fyrir að fá að vinna..

hún hló í 8 daga.


later