sunnudagur, desember 09, 2007

Halló halló

ég var víst búin að lofa djúsí bloggi fyrir mánudagin..
lofaði frekar hart uppí ermina á mér þar, í sambandi við djúsínessið allavega..
bloggið er hér.


ég fer í próf á miðvikudaginn og síðan aftur næsta þriðjudag,..
er alveg frekar afslöppuð fyrir prófið á miðvikudagin. vona að ég sé ekki að ofmetnast
en kennarinn lét okkur fá 14 ritgerðarspurningar og 4 af þeim koma. erum búnar að svara þeim öllum og nú er bara að læra þær.. trúi ekki öðru en ég sé komin með yfir 5í þekkingu nú þegar . Hitt prófið verður allt önnur og leiðinlegri saga sem ég ætla ekki útí hér


trallala
Er búin að kaupa flest allar jólagjafirnar .. án þess að fá taugaáfall og grenja í miðri búð, svo framför á því sviði.
gef reyndar frekar fáar enda ekki mikið um peninga hér á bæ, bara svona famelían og 3aðrir eitthvað svoleiðis.

var einmitt í bænum á á födtudagin í jólagjafa erindagjörðum, tók síðan strætó heim um 15 mín yfir 4. mjög gáfulegt í ljósi þess að öll þjóðin var að klára vinnu og halda heim eða í bæin, alllavega, ég var sko að pissa á mig þegar ég hljóp uppí strætóin, en tilhugsunin um að þurfað bíða í hálftíma eftir næsta strætó varð - verð að losa mig við hland þörfinni yfirsterkari .. big mistake .. huge
ég var 40 mínútur á leiðinni ..
og ég er ekki að grínast þegar ég segi að ég var á ákveðnum tímapunkti búin að sætta mig við þá staðreynd að ég væri 24 ára gömul að farað pissa á mig í strætó , búin að fara úr úlpunni og leggja á kjöltu mér til að fela ef ílla færi, ÁN GRÍNS..
Djöfull var þetta óþægilegt.. og að sjá endalausa bílaröð svo langt sem augað eygði..ég hélt ég yrði ekki eldri. Ég þraukaði þó heim, sem ég skil ekki ennþá hvernig mér tókst og Guð minn góður, aldrei á ævinni hef ég upplifað jafn góða tilfinningu og að pisssssssssssssssssssa
andleg sem og líkamleg fullnæging . vá
en ef þið skilduð halda að ég væri að íkja, þá var ég alsetin útbrotum á bringunni þegar ég kom heim, já ég sver það, andlit mitt og bringa voru flekkótt sem pandabjörn. hveru mikið er hægt að verað pissa á sig spyr ég ???
MJÖG mikið svara ég um hæl !


Annars er ekki mikið að frétta. allavega ekki neitt sem er bloggvænt.

En ég ætlað læra, munið að vera hamingjusöm, þakklát og ánægð með það sem þið hafið
eiga jólin ekki að snúast um það ?

love